Póstlisti
Skráđu netfangiđ ţitt og fáđu tilkynningar sendar í tölvupósti
Nafn
Afskrá

 


Tímaskráningakerfi þau er við bjóðum eru annars vegar frá bandaríska fyrirtækinu Acroprint Time Recorder Company, en það er þekkt fyrirtæki á sínu sviði með 50 ára reynslu, og hins vegar frá franska fyrirtækinu Bodet Software en það er einnig gamalt og rótgróið fyrirtæki, sem hefur haslað sér völl á nokkrum sviðum, m.a. við framleiðslu á kirkjuklukkum.

Frá Acroprint koma m.a. eftirfarandi:

Biotouch skráningarstöðin er fyrir bæði nándarkort, fingrafar eða innsláttarnúmer. Allar skráningar eru í Excel formi og fluttar frá skráningarstöðinni í tölvu með USB lykli.

Einnig bjóðum við upp á gömlu, góðu, ódýru ATR 120 stimpilklukkuna fyrir pappaspjöld.

Frá Bodet Software koma m.a. eftirfarandi:

Timebox IP fyrir nándarkort eða nándarlykla, nettengjanlegar eða með USB lykli fyrir gagnaflutning.

Timebox Biometry fyrir fingrafaraskráningu og jafnvel einnig með nándarkortalesara. einnig þær eru nettengjanlegar eða nota USB lykil fyrir gagnaflutning.

Timebox Proximity fyrir nándarkort eða nándarlykla. Gagnaflutningur eingöngu með USB lykli.

Upplýsingar um framleiðslu má sækja á vefsíðuna: www.bodet-software.com

Karfan er tóm
Nýjustu fréttir
Sumaropnunartíma...
Hinn 16. ágúst sl. tók aftur gildi hefðbundinn opnunartími, þ.e. frá kl. 9 til kl. 17. Hlökkum til...
Endurskrifanleg kort...
Nú eru nýjustu SD160 gerðir plastkortaprentara frá Datacard fyrirtækinu með eiginleika til að geta prentað...
Plastkortaprentarar...
Eigum fyrirliggjandi þrjár gerðir plastkortaprentara frá Entrust Datacard, öllum fylgir tilboðspakki, annaðhvort...